Afhverju viltu stofna fyrirtæki?

Mikilvægar spurningar sem þú þarft að svara til að geta náð árangri í fyrirtækjarekstri.

Þetta er stutt 10 mínútna námskeið til að hjálpa þér að svara nokkrum mjög mikilvægum spurningum áður en þú ferð út í fyrirtækjarekstur. Þessar spurningar eru grunnurinn að öllum ákvörðunum sem þú kemur til með að taka í fyrirtækjarekstrinum og án þess að vera búin að svara þeim er hættan á því að þú missir sjónar af markmiðum þínum og endir með eitthvað allt annað en draumafyrirtækið sem þig langaði til að byggja.

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara hvernig veistu þá að þú sért að fara í rétta átt?

Þetta námskeið er hugsað til að hjálpa þér að skilja betur afhverju þú vilt stofna fyrirtæki og hvernig þú vilt byggja það upp. Því betur sem þú skilur ástæður þínar því líklegra er að fyrirtækið skili þér raunverulegum árangri í lífinu.


Your Instructor


Haukur Gudjonsson
Haukur Gudjonsson

Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.


Frequently Asked Questions


Hvenær byrjar námskeiðið og hvað varir það lengi?
Námskeiðið byrjar um leið og þú skráir þig og eftir það geturðu tekið allan þann tíma sem þú þarft til að ljúka við það.
Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu?
Endalaust. Eftir að þú skráir þig einu sinni á námskeiðið verður þú með ótakmarkað aðgengi að því um ókomna tíð.

Get started now!