Stofnun og rekstur fyrirtækja

Allt sem þú þarft að vita til að geta stofnað fyrirtæki.

Lærðu að stofna og reka fyrirtæki í fjarnámi!
Hlustaðu á fyrirlestrana beint í gegnum netið á þeim tíma sem þér hentar .

Tilgangur þessa námskeiðs er að fara yfir öll grundvallaratriði varðandi stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptalífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt eins og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

Það sem þú munt læra á þessu námskeiði:

☑️ Að stofna einkahlutafélag
☑️ Að sannreyna viðskiptahugmynd
☑️ Að halda bókhald
☑️ Að sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins
☑️ Læra af algengum mistökum annarra frumkvöðla
☑️ Heyra reynslusögur frá öðrum frumkvöðlum


Finnst þér tilhugsunin við að stofna eigið fyrirtæki yfirþyrmandi?

Engar áhyggjur, á námskeiðinu förum við yfir alla þætti varðandi stofnun fyrirtækja og gerum ferilinn bæði einfaldari og auðskiljanlegri.

Ég man ennþá hvað mér fannst það erfitt að stofna mitt fyrsta fyrirtæki enda vissi ég ekkert hvað ég var að gera, það sem tók við voru langir dagar og svefnlausar nætur. Ég vildi óska þess að ég hefði haft einhvern til að leiðbeina mér í gegnum þennan feril og það er líklega ástæðan fyrir því að ég fór svo sjálfur að kenna stofnun fyrirtækja. Á þessu námskeiði mun ég sýna þér með einföldum hætti að það er bæði auðvelt og gefandi að stofna eigið fyrirtæki.

Course Curriculum


  Inngangur
Available in days
days after you enroll
  Góð ráð og algeng mistök
Available in days
days after you enroll

Vinnustofa í eigin persónu!

Ef þú kýst frekar að taka námskeiðið í eigin persónu þá held ég vinnustofur í öðrum hverjum mánuði í Reykjavík. Fyrir frekari upplýsingar um það smelltu hér.

Your Instructor


Haukur Guðjónsson
Haukur Guðjónsson

Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.


Frequently Asked Questions


Hvenær byrjar námskeiðið og hvað varir það lengi?
Námskeiðið byrjar um leið og þú skráir þig og eftir það geturðu tekið allan þann tíma sem þú þarft til að ljúka við það.
Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu?
Endalaust. Eftir að þú skráir þig einu sinni á námskeiðið verður þú með ótakmarkað aðgengi að því um ókomna tíð.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélaginu mínu?
Möguleiki er að fá styrki frá flestum stéttarfélögum en þó er upphæð styrkjana breytileg eftir stéttarfélögunum og því mæli ég með að þú heyrir í þínu félagi til að fá frekari upplýsingar.
En ef ég er óánægð(ur) með námskeiðið?
Ég legg metnað minn í að tryggja að allir séu sáttir með námskeiðið. Ef þú ert ósátt(ur) með námskeiðið og þér finnst það ekki veita það sem það lofaði, láttu mig þá bara vita innan við 14 dögum eftir að þú skráir þig og ég skal endurgreiða þér að fullu.

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi námskeiðið eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu mér bara tölvupóst á [email protected] og ég reyni að svara þér eins fljótt og ég get.

Get started now!