Stuðningsnet frumkvöðla

Fræðsla og stuðningur fyrir frumkvöðla

STUÐNINGSNET FRUMKVÖÐLA hefur mjög skýrt markmið: að hjálpa þér að fara frá þeim stað sem þú ert í dag yfir í það að eiga öflugt fyrirtæki sem skilar hagnaði og skapar fjárhagslegt öryggi fyrir þig og fjölskyldu þína.

Með því að skrá þig í stuðningsnet frumkvöðla færðu aðgang að eftirfarandi:

  • Reglulegar kannanir til að greina nákvæma stöðu þína í frumkvöðlaferlinum.
  • Aðgang að fræðslumyndböndum
  • Nýtt efni í hverjum mánuði.
  • Mánaðarlegir fjarfundir í hópþjálfun.
  • Samfélagi frumkvöðla þar sem við styðjum við bakið á hvort öðru.
  • Reglulegir hittingar í gegnum fjarfundi og í eigin persónu.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þetta verði yfirþyrmandi, ég mun ávallt tryggja að þú fáir mátulegan skammta af efni í hverri viku og þú getur alltaf unnið þetta á þeim hraða sem hentar þér.

Þessi þjónusta er ennþá í þróun hjá mér og því er ég núna að leita eftir hressum frumkvöðlum sem eru til í að vera með strax frá fyrsta degi og taka þátt í að móta þessa þjónustu með mér. Allir þeir sem skrá sig núna fá titillinn "stofnfélagi" og munu fá aðgang á aðeins kr.3.000-/mánuð en það er töluvert lægra gjald heldur en verður rukkað þegar þjónustan fer formlega í loftið. Auk þess mun þetta verð standa ykkur til boða eins lengi og þið viljið tilheyra hópnum.

Ég skrái stofnfélaga út þessa vikuna (4.-8.maí) og mun loka fyrir skráningar á miðnætti föstudagsins 8.maí. Ég mun svo ekki opna aftur fyrir skráningar fyrr en eftir 2 mánuði og þá á fullu verði.


Your Instructor


Haukur Gudjonsson
Haukur Gudjonsson

Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.


Eins og ég nefndi þá er þessi þjónusta ennþá í þróun og því er ekki allt efni tilbúið stefnan er að taka fjarfund með ykkur kæru stofnfélagar í næstu viku þar sem ég kynni betur fyrir ykkur mína sín. Þið fáið einnig tækifæri til að deila ykkar skoðunum á þessu og í beinu framhaldi af því fer ég í upptökur á myndböndum og ýmsum fræðsluefni sem mun síðan vera sett inn á þessa síðu.

Það mun taka mig örlítin tíma að fylla inn allt það grunnefni sem kemur til með að vera á síðunni en ég skal ábyrgjast það að þið munuð öll græða á því að vera í þessu stuðningsneti :)

Ég hlakka mjög mikið til að starfa með ykkur að því að búa til besta og öflugasta stuðningsumhverfi á Íslandi fyrir frumkvöðla.

This course is closed for enrollment.